Snowden vill snúa aftur til Bandaríkjanna

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden segir endanlegt markmið sitt að snúa …
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden segir endanlegt markmið sitt að snúa aftur til Bandaríkjanna. Það geti hann hins vegar ekki þar sem stjórnvöld þar í landi geta ekki lofað honum réttlátri málsmeðferð. AFP

Uppljóstrarinn Edward Snowden segir Frakka og Þjóðverja íhuga að veita sér hæli. Hans heitasta ósk sé samt sem áður að snúa aftur til Bandaríkjanna. Það geti hann hins vegar ekki þar sem hann segir það ekki tryggt að bandarísk stjórnvöld veiti honum réttláta málsmeðferð. 

„Ef ég á að dvelja í fangelsi alla ævi getum við sammælst um eitt; að ég fái réttláta málsmeðferð. Það er það eina sem stjórnvöld hafa neitað að ábyrgjast,“ sagði Snowden í viðtali í morgunþættinum CBS This Morning, í tilefni af útkomu sjálfsævisögu sinnar, Permanent Record 

Snowd­en, sem er 36 ára, var grein­andi hjá banda­rísku þjóðarör­ygg­is­stofn­un­inni (NSA) er hann ljóstraði upp um ýmis leynigögn banda­rískra stofn­ana. Þar í landi á hann yfir höfði sér ákær­ur vegna njósnastarfsemi sem gætu orðið til þess að hann þyrfti að afplána allt að 30 ára fang­els­is­dóm. Snowden hefur verið í útlegð í Moskvu frá 2013. 

Snowden segist ekki vera að biðja um náðun eða einhvers konar undanþágu. „Stjórnvöld vilja öðruvísi réttarhöld. Þau vilja nota sérstakar aðgerðir, þau vilja loka réttarsalnum og neita almenningi um aðgengi, það er það sem er í gangi. Þau vilja ekki að kviðdómurinn geti íhugað hvað mér gekk til  af hverju ég gerð það sem ég gerði,“ sagði Snowden.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert