Sanders gerir hlé á baráttunni vegna slagæðastíflu

Bernie Sanders.
Bernie Sanders. AFP

Bernie Sanders, sem sækist eftir eftir því að verða frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, hefur gert hlé á kosningabaráttu sinni um óákveðinn tíma.

Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er 78 ára gamall, undirgekkst aðgerð gegn slagæðastíflu eftir að hafa fundið fyrir brjóstverkjum á framboðsfundi í Las Vegas í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá ráðgjafa hans segir að ein æð hafi verið stífluð og að tveir stoðleggir hafi verið settir upp.

Aðgerðin mun hafa heppnast vel og samkvæmt tilkynningunni mun Sanders vera viðræðuhæfur og í góðu skapi, en ætlar að hvíla sig næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert