Árásin rannsökuð sem hryðjuverk

Upphaflega var talið að árásina mætti rekja til starfsmannaerja en …
Upphaflega var talið að árásina mætti rekja til starfsmannaerja en samkvæmt frétt BBC hafa nýjar upplýsingar orðið til þess að árásin er nú rannsökuð sem hryðjuverk. AFP

Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur tekið yfir rannsókn á hnífaárás starfsmanns í höfuðstöðvum lögreglunnar í París í gær þar sem fjórir voru stungnir til bana, þar af þrír lögregluþjónar.

Mickaël Harpon er 45 ára gamall og starfaði sem sérfræðingur í upplýsingatæknideild lögreglunnar og eru ástæður þess að hann réðst gegn samstarfsfólki sínu enn óljósar.

Upphaflega var talið að árásina mætti rekja til starfsmannaerja en samkvæmt frétt BBC hafa nýjar upplýsingar orðið til þess að árásin er nú rannsökuð sem hryðjuverk.

Harpon snerist til íslamstrúar fyrir um einu og hálfu ári síðan og hafði nýlega hætt öllum samskiptum við kvenkyns samstarfsfélaga sína. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í gær var þó ekkert sem benti til þess að hann hefði öfgakennst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert