Piñera biður ráðherra sína um að segja af sér

Sebastian Pinera, forseti Síle, ávarpar þjóð sína í Santiago í …
Sebastian Pinera, forseti Síle, ávarpar þjóð sína í Santiago í dag. AFP

Sebastian Piñera forseti Síle hefur beðið alla ráðherra sína um að segja af sér svo hann geti endurskipulagt ríkisstjórn sína. 

Þetta tilkynnti forsetinn í sjónvarpsávarpi í dag og sagði hann nýja ríkisstjórn vera nauðsynlega svo friður geti komist á eftir fjölmenn mótmæli í landinu síðustu daga. 

Þá lagði forsetinn einnig til að aflétta neyðarástandinu sem hann lýsti yfir 18. október ,ef aðstæður leyfa’. 

Hernaðarmálayfirvöld hafa tilkynnt að útivistarbanni sem hefur verið í gildi sjö nætur í röð í höfuðborginni Santiago, yrði aflétt. 

Hartnær milljón manns safnaðist saman á götum Santiago í gær. Það eru fjölmenntustu mótmælin hingað til. en íbúar hafa krafist afsagnar forsetans. Mótmælt hefur verið í Síle í rúmlega viku og hafa 19 manns látist, þar á meðal fjögurra ára barn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert