Domingo hættir við Tókýó

Spænski tenórinn Placido Domingo sést hér á blaðamannafundi í Moskvu …
Spænski tenórinn Placido Domingo sést hér á blaðamannafundi í Moskvu í síðasta mánuði. AFP

Spænski óperu­söngv­ar­inn Placido Dom­ingo, sem sakaður hef­ur verið um að hafa áreitt kon­ur kyn­ferðis­lega í ára­tugi, greindi frá því í morgun að hann tæki ekki þátt í menningaratburði tengdum Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Vísar hann til flækjustiga í tengslum við verkefnið.

Í yfirlýsingu sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna sendu frá sér minnist Domingo ekkert á ásakanir á hendur honum. Hann hefur áður neitað þeim. 

Domingo lýsir atburðinum, sem átti að fara fram í apríl í Kabuki-óperunni, sem dásamlegum menningarviðburði þar sem tveir menningarheimar myndu sameinast á sviðinu í anda Ólympíuleikanna. 

Domingo hefur áður sagt sig frá viðburðum sem búið var að skipuleggja. Má þar nefna Metropolitan-óperuna í New York og hjá Los Angeles-óperunni. 

Tuttugu konur saka hann um að hafa kysst þær án leyfis, þuklað og snert þær án þeirra heimildar.

mbl.is