Sakaði „sjúka“ fjölmiðla um að hræða forsetafrúna

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði í dag „sjúka“ fjölmiðla um að hræða eiginkonu hans Melaniu Trump með fréttum um að heilsa hans væri slæm. Fréttir þess efnis birtust eftir að greint var frá því að forsetinn hefði þurft að leita á sjúkrahús um helgina.

Fram kemur í frétt AFP að vangaveltur hafi verið uppi um heilsufar í kjölfarið en talsmenn Hvíta hússins hafa sagt að um hafi verið að ræða hluta af árlegri læknisskoðun hans. Meðal annars hefur verið uppi orðrómur um að forsetinn hafi fengið hjartaáfall.

Fjölmiðlar segja að heimsóknin á sjúkrahúsið hafi verið verið hluti af dagskrá Trumps. „Ég fór í læknisskoðun,“ sagði hann við fjölmiðla í Hvíta húsinu í dag og bætti við að eftir heimkomuna hafi forsetafrúin tekið á móti honum áhyggjufull vegna fréttanna.

„Þeir eru sjúkir,“ sagði Trump um fjölmiðla. „Og fjölmiðlar í þessu landi eru virkilega hættulegir. Við búum við mjög spillta fjölmiðla og ég vona að þeir fari að temja sér betri siði.“ Einkalæknir forsetans hefur sagt að ekkert alvarlegt ami að honum.

mbl.is