Fjórtán saknað eftir mannskæðan eldsvoða

Slökkviliðsmenn að störfum í Odessa í Úkraínu.
Slökkviliðsmenn að störfum í Odessa í Úkraínu. AFP

Fjórtán manns er saknað eftir að eldur kom upp í námsmannaíbúðum í úkraínsku borginni Odessa í gær. 16 ára stúlka lést í eldsvoðanum og að minnsta kosti 27 slösuðust.

Volodym­ir Zelenskí, foreti Úkraínu, greindi frá því í facebookfærslu að 14 manns væri enn saknað. „Við vonumst til þess að finna sem flesta á lífi. Ég vil samt ekki gefa neinum falskar væntingar — það gætu verið fleiri fórnarlömb,“ skrifaði forsetinn.

Sjö þeirra sem slösuðust voru slökkviliðsmenn en ástand fimm þeirra sem slösuðust er talið alvarlegt.

„Við biðjum fyrir fólkinu. Læknarnir gera allt mögulegt, og ómögulegt, til að bjarga öllum,“ skrifaði forsetinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert