Bandaríkin sameinist gegn gyðingaandúð

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn til að sameinast gegn gyðingaandúð eftir að maður réðst inn á heimili rabbína í New York og særði þar fimm manns.

„Við verðum að standa saman og berjast, takast á við vandann og uppræta þessa grimmu plágu gyðingaandúðar,“ tísti Trump á Twitter og lýsti árásinni sem „hryllilegri“.

37 ára maður sem er grunaður um árásina var leiddur fyrir dómara í New York, ákærður fyrir fimm morðtilraunir. Hann lýsti yfir sakleysi sínu. 

Thomas Grafton, 37 ára, er grunaður um árásina.
Thomas Grafton, 37 ára, er grunaður um árásina. AFP

Eitt vitni greindi frá því að vopn árásarmannsins, eða sveðjan, hefði verið með stóru handfangi og að hann hafi „sveiflað því fram og aftur“. „Allir voru öskrandi og logandi hræddir og hrópuðu „út, út, út“. Þetta var algjör óreiða,“ sagði Joseph Gluck, sem er þrítugur.

„Ég bað fyrir lífi mínu,“ sagði Aron Kohn, 65 ára, sem varð vitni að árásinni.

Lögreglan stendur vörð fyrir framan heimilið þar sem árásin átti …
Lögreglan stendur vörð fyrir framan heimilið þar sem árásin átti sér stað. AFP

Of­beldi gegn gyðing­um fer vax­andi í Banda­ríkj­un­um sem og víða ann­ars staðar. Á síðasta ári réðst maður inn í sam­kundu­hús gyðinga í Pitts­burgh og varð ell­efu að bana. Það var mann­skæðasta árás gegn gyðing­um sem framin hef­ur verið í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert