Mikil mildi að enginn særðist

Sprengingin var gríðarlega kröftug eins og sjá má á bílunum …
Sprengingin var gríðarlega kröftug eins og sjá má á bílunum fyrir framan húsið. AFP

Sænska lögreglan segir það mikla mildi að enginn særðist þegar sprenging varð í íbúðarhúsnæði í Stokkhólmi klukkan eitt í nótt. Ekki er vitað hvað olli spreng­ing­unni sem varð í Östermalm-hverf­inu.

„Þetta er ein kröftugasta sprenging sem hefur orðið á svæðinu,“ sagði lögreglustjórinn Erik Widstrand á blaðamannafundi.

Þar kom fram að lögreglu hafi borist nokkur fjöldi ábendinga vegna sprengingarinnar en ekki er talið að hún tengist hryðjuverkum.

„Börnin skilja ekki hvað gerðist og vilja fara aftur heim,“ sagði Karin Hultman í samtali við sænska ríkissjónvarpið. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í húsnæðinu í Östermalm-hverfinu.

Sprengingin var það kröftug að rúður í svefnherbergjum íbúðarinnar sprungu en íbúum var gert að yfirgefa húsið á meðan lögregla rannsakar málið.

Rúður brotnuðu, bæði í bílum og húsinu.
Rúður brotnuðu, bæði í bílum og húsinu. AFP

Önnur sprenging varð í Uppsala, 70 kílómetrum norður af Stokkhólmi, tveimur klukkustundum síðar. Líkt og í fyrri sprengingunni særðist enginn þegar sú sprenging varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert