131 látinn og yfir 5.500 smitaðir

Enn frek­ar hef­ur verið hert á ferðatak­mörkun­um fólks og í …
Enn frek­ar hef­ur verið hert á ferðatak­mörkun­um fólks og í sum­um borg­um er nú skylda að bera grím­ur á al­manna­færi vegna kórónaveirunnar. AFP

Dauðsföllum af völdum kórónaveirunnar heldur áfram að fjölga og hafa kínversk yfirvöld staðfest að 131 er látinn og 5.578 hafa smitast. Smitum hefur fjölgað um tæplega 3.000 síðan í gær. 

Enn frek­ar hef­ur verið hert á ferðatak­mörk­unum fólks og í sum­um borg­um er nú skylda að bera grím­ur á al­manna­færi.

Um 200 Japanir og 240 Bandaríkjamenn voru fluttir burtu frá Wuhan-héraði í dag, en kórónaveiran á rætur sínar að rekja til fiskmarkaðs í héraðinu. 

Flest til­felli utan Kína hafa komið upp í Asíu en Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) og Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins (ECDC) hafa hvatt sótt­varna­yf­ir­völd um heim all­an til að gera ráðstaf­an­ir til að geta brugðist fljótt við ef veik­in berst til fleiri landa.

Smit utan Kína eru orðin 84 talsin, flest í Taílandi eða 14 talsins, 8 í Hong Kong og Taívan, 7 í Japan, Macau og Singapúr, 5 í Ástralíu og Bandaríkjunum, 4 í Þýskalandi, Malasíu og S-Kóreu, 2 í Kanada og Víetnam og eitt smit hefur greinst í Kambódíu, Nepal og Sri Lanka. 

Sér­fræðing­ar við verk­fræðideild John Hopk­ins-há­skóla í Mary­land í Banda­ríkj­un­um hafa út­búið gagn­virkt kort þar sem hægt er að fylgj­ast með út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar. Kortið má nálg­ast hér en það er upp­fært reglu­lega.

Sér­fræðing­ar við verk­fræðideild John Hopk­ins-há­skóla í Mary­land í Banda­ríkj­un­um hafa …
Sér­fræðing­ar við verk­fræðideild John Hopk­ins-há­skóla í Mary­land í Banda­ríkj­un­um hafa út­búið gagn­virkt kort þar sem hægt er að fylgj­ast með út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar. Skjáskot/John Hopkins CSSE
mbl.is