„Það er vatn úti um allt“

Parramatta-áin flæddi yfir bakka sína og gott betur en það.
Parramatta-áin flæddi yfir bakka sína og gott betur en það. Ljósmynd/Twitter

Öfgar í veðurfari halda áfram í Ástralíu. Eftir fordæmislausa gróður- og kjarrelda síðustu mánuði geisa nú flóð í Nýju Suður-Wales í suðausturhluta landsins. Úrkoma hefur til að mynda ekki mælst jafn mikil í 30 ár í Sydney. 

Björgunarsveitir hafa bjargað nokkuð hundruð manns úr flóðunum og yfir 100.000 heimili eru án rafmagns. 

Íbúar á svæðinu hafa verið beðnir um að halda kyrru fyrir á meðan þeir geta, en frekari úrkomu er spáð út vikuna.

Frétt BBC

mbl.is