Milljarðar dýra drápust

AFP

Tæplega þrír milljarðar dýra drápust eða flúðu heimkynni sín í gróðureldunum í Ástralíu veturinn 2019-20. Gróðureldar sem falla í flokk þeirra verstu í nútímanum, að því er segir í nýrri skýrslu sem birt var í dag.

MICK TSIKAS

Um er að ræða rannsókn sem nokkrir háskólar í Ástralíu tóku þátt í. Meðal annars drápust 143 milljónir spendýra, 2,46 milljarðar skriðdýra, 180 milljónir fugla og yfir 50 milljónir froska. Ekki kemur fram í skýrslunni hversu hátt hlutfall dýranna drapst af völdum eldanna sjálfra. 

mbl.is