Eldarnir loguðu nærri heimili Jónu Dísar

Sterk­ir vind­ar hafa blásið á Kana­ríeyj­um með sand frá Sa­hara-eyðimörk­inni …
Sterk­ir vind­ar hafa blásið á Kana­ríeyj­um með sand frá Sa­hara-eyðimörk­inni meðferðis. AFP

Dregið hefur úr vindi á Kanarí og búið er að ná tökum á skógareldum sem logað hafa undanfarna daga. Íslendingur sem býr á norðanverðri Tenerife segist ekki hafa upplifað álíka ástand og hefur verið á eynni undanfarna daga. 

Jóna Dís Steindórsdóttir hefur verið búsett á Tenerife í tæplega fimmtán ár. 

Hún segir að fjölmargir minni eldar hafi logað í bæjum á norðanverðri eynni, víða mjög nálægt íbúðarhúsum og að mikið hafi verið um glæður. 

Jóna segir að eldarnir hafi komið upp í sex sveitarfélögum, þar á meðal La Orotava hvar Jóna býr með fjölskyldu sinni. 

Sterk­ir vind­ar hafa blásið á Kana­ríeyj­um með sand frá Sa­hara-eyðimörk­inni …
Sterk­ir vind­ar hafa blásið á Kana­ríeyj­um með sand frá Sa­hara-eyðimörk­inni meðferðis, sem hef­ur orðið til þess að flug­ferðum hef­ur verið af­lýst vegna slæms skyggn­is, þar á meðal hingað til lands. AFP

„Það er búið að vera gífurlegur vindur. Ég er ekki búin að vera fyrir norðan en þetta hefur verið nálægt staðnum sem ég bý á,“ segir Jóna og bætir við að dregið hefur úr vindinum til muna. 

„Vindinn er að lægja en það er enn þá gríðarleg sandþoka, það er eins og það sé bara þykk þoka en þetta er bara sandur í loftinu,“ segir Jóna, en skyggni mun vera lítið. 

Jóna segist ekki hafa lent í álíka aðstæðum eftir að hún flutti til Tenerife. 

„Ekki svona nálægt. Það er náttúrulega heitur vindur frá Afríku, Calima, sem kemur af og til en við höfum ekki lent í því að það hafi verið eldar svona nálægt heimilum.“

mbl.is