Sanders vann stórsigur

Með sigrinum í Nevada þykir Sanders hafa styrkt mjög stöðu …
Með sigrinum í Nevada þykir Sanders hafa styrkt mjög stöðu sína í forvali demókrata. AFP

Bernie Sanders vann öruggan sigur í forvali Demókrataflokksins í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í gær. Nú þegar helmingur atkvæða hefur verið talinn hefur Sanders fengið tæplega 47% þeirra.

Næstur á eftir Sanders er varaforsetinn fyrrverandi, Joe Biden, en hann er með rúmlega 19% atkvæða. Þar á eftir kemur Pete Buttigieg, sem vann nauman en óvæntan sigur í Iowa og fylgdi fast á eftir Sanders í New Hampshire, með 15,4% atkvæða. 

Elizabeth Warren hefur rúm 10% atkvæða eftir að helmingur þeirra hefur verið talinn og Amy Klobuchar 4,5% atkvæða.

Með sigrinum í Nevada þykir Sanders hafa styrkt mjög stöðu sína í forvali demókrata, en forvalið í Nevada er það fyrsta þar sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er ekki af hvítri millistétt.

Sanders muni kljúfa bandarísku þjóðina

Buttigieg, sem er enn sem komið er annar í forvali flokksins eftir kosningar í fyrstu ríkjunum þremur, notaði ræðu sína í Nevada í gærkvöldi til þess að vara fólk við að tilnefna Sanders sem forsetaefni Demókrataflokksins, því hreyfing hans boðaði ósveigjanlega, hugmyndafræðilega byltingu sem myndi óumflýjanlega kljúfa bandarísku þjóðina.

Umfjöllun CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert