Kjörstaðir opnir þrátt fyrir lokanir

Sveitarstjórnarkosningar fara fram í Frakklandi í dag þrátt fyrir víðtækar …
Sveitarstjórnarkosningar fara fram í Frakklandi í dag þrátt fyrir víðtækar lokanir sem tóku gildi á miðnætti. Þessi kjósandi í Bordeaux var vel búin þegar hún greiddi atkvæði. AFP

Sveitarstjórnarkosningar fara fram í Frakklandi í dag og voru kjörstaðir opnaðir klukkan átta að staðartíma í morgun, þrátt fyrir víðtækar lokanir sem tóku gildi á miðnætti. 

Öllum al­menn­ings­svæðum sem ekki telj­ast til nauðsyn­legr­ar þjón­ustu hefur verið lokað, til að mynda veit­ingastöðum, kaffi­húsum, kvik­mynda­húsum, næt­ur­klúbbum sem og fyr­ir­tækjum sem ekki eru tal­in „bráðnauðsyn­leg“. 

41,7 milljónir kjósenda eru á kjörskrá og kjörstaðir verða opnir ýmist til klukkan 17, 18 eða 19 í kvöld. Óvíst er hvernig kjörsóknin verður en seinni umferð sveitarstjórnarkosninganna er fyrirhuguð 22. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert