Áttræður barnanauðgari látinn laus

Tenn­is­stjarn­an fyrr­ver­andi, Bob Hewitt, er 80 ára gamall.
Tenn­is­stjarn­an fyrr­ver­andi, Bob Hewitt, er 80 ára gamall.

Tenn­is­stjarn­an fyrr­ver­andi, Bob Hewitt, sem var dæmd í sex ára fang­elsi árið 2015 fyr­ir að nauðga ólögráða stúlk­um verður látinn laus úr fangelsi í næsta mánuði og fer á skilorð. Dómurinn var kveðinn upp í Suður-Afríku. 

Hewitt er 80 ára og fædd­ur í Ástr­al­íu en hefur búið í Suður-Afríku nánast alla ævi. Hann var fund­inn sek­ur um að nauðga 12 og 13 ára stúlkum sem og kyn­ferðis­leg­ar árás­ir á stúlk­ur sem hann þjálfaði á ní­unda og tí­unda ára­tugn­um. 

Hann hefur þegar afplánað þrjú og hálft ár auk 22 daga á stofnun í Eastern Cape í Suður-Afríku. Hann hafði áður óskað eftir að vera látinn laus fyrr en var hafnað. Sálfræðingar og sérfræðingar í velferðarþjónustu mátu umsókn hans. 

Við dómsuppkvaðninguna fyrir fimm árum grátabað eiginkona hans um að honum yrði sýnd miskunn. 

mbl.is