Herða reglur um áfengiskaup Ástrala

Þessir Ástralar voru hófsamir á kaupum á áfengi.
Þessir Ástralar voru hófsamir á kaupum á áfengi. AFP

Mælst er til þess að drykkfelldir Ástralir stilli áfengiskaupum sínum í hóf. Talsvert hefur borið á því að þeir hamstri áfengi eftir að öldurhúsum landsins var lokað til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Fjölmargar myndir og myndbönd af fólki hamstra áfengi í verslunum hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 

Hver viðskiptavinur má eingöngu kaupa 12 vínflöskur og 2 kassa af bjór. Þetta ákváðu birgjar landsins eftir að áhlaup var gert á áfengisverslanir landsins og nánast allar hillur tæmdar í verslunum. 

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni drekkur hver Ástrali, sem er 15 ára og eldri, að meðaltali 12,6 lítra af áfengi á ári. Ástralska þjóðin er sú næst drykkfelldasta í heimi og kemur fast á hæla Tékka sem tróna á toppnum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert