Byssusala rýkur upp í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn bíða í röð eftir því að komast inn í …
Bandaríkjamenn bíða í röð eftir því að komast inn í skotvopnaverslun. AFP

Skömmu eftir að kórónuvírusinn fór að gera vart við sig í Bandaríkjunum jókst sala á skotvopnum umtalsvert. Sannkölluð sprengja hefur þó verið í sölu á skotvopnum undanfarnar vikur, en leita þarf átta ár aftur í tímann til að finna álíka söluaukningu. Rekja mátti söluaukninguna frá þeim tíma til skotárásarinnar í Sandy Hook-grunnskólanum í Newtown í Connecticut árið 2012. 

Ekki er óalgengt að byssusala rjúki upp þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Þetta átti einkum við í forsetatíð Baracks Obama sökum hræðslu við að byssulöggjöfin yrði hert. Þannig var ekki óalgengt að byssusala ryki upp í skamman tíma. Minna hefur þó borið á þessu meðan á forsetatíð Donalds Trumps hefur staðið.

Sé söluaukningin vegna kórónuveirunnar borin saman við sama tímabil í fyrra má sjá að salan hefur u.þ.b. tvöfaldast á degi hverjum frá 23. febrúar sl. Þrátt fyrir að fjölda verslana í Bandaríkjunum verði lokað til að koma í veg fyrir frekara kórónuveirusmit verða skotvopnaverslanir í landinu áfram opnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert