Börðu ungmenni til bana

Um 100 þúsund fangar, eða um 40% allra fanga í …
Um 100 þúsund fangar, eða um 40% allra fanga í Íran hafa verið sendir heim. AFP

Skrifstofa mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) gagnrýndi harkalega dauða ungs manns sem lést eftir barsmíðar fangavarða í Íran. 

OHCHR fékk upplýsingar um að Daniel Zeinolabedini hafi látist eftir að hafa verið barinn til óbóta í kjölfar óeirða í Mahabad-fangelsinu í Íran 28. mars. 

„Við erum full hryllingi yfir dauða ungmennis eftir að hafa verið barinn til óbóta af fangavörðum,“ segir talsmaður OHCHR er hann ræddi við fréttamenn í Genf í morgun. 

Hann segir að fangarnir hafi verið að mótmæla aðstæðum í fangelsinu og að þeir hafi ekki verið látnir lausir tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 

Yfirvöld í Íran hafa látið um 100 þúsund fanga lausa eða um 40% þeirra sem sitja í fangelsum landsins til þess að draga úr fjöldanum í fangelsunum vegna COVID-19.

Zeinolabedini, sem var á dauðadeild fyrir morð sem hann var dæmdur fyrir að hafa framið í september 2017 er hann var 17 ára, var settur í einangrun og barinn af fangavörðunum þar.

Þaðan var hann fluttur í annað fangelsi í sama héraði þar sem honum var einnig misþyrmt. „Fjölskylda hans segir að hann hafi hringt í þau 31. mars og sagt þeim frá barsmíðunum. Hann gæti varla andað og þyrfti nauðsynlega á læknisaðstoð að halda. Andlát hans var staðfest 2. apríl,“ segir Colville. 

Tilkynning frá OHCHR

Mannréttindaskrifstofan er sérstaklega slegin yfir máli Zeinolabedini þar sem dómur yfir honum var staðfestur í hæstarétti Írans þrátt fyrir að alþjóðleg lög leggi blátt bann við því að ungmenni séu dæmd til dauða fyrir glæpi sem þau fremja á barnsaldri. 

Colville segir að Zeinolabedini hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og að skrifstofan óttist um örleg sex annarra fanga sem einnig voru barðir til óbóta 28. mars og fluttir í Miandoab-fangelsið líkt og Zeinolabedini.

Amnesty International eru meðal mannréttindasamtaka sem börðust fyrir mildun dómsins

Á vef Íslandsdeildar Amnesty International frá því í sumar kemur fram að Daniel var hand­tekinn 26. sept­ember 2017 eftir að hafa verið yfir­heyrður fyrir mannrán og morð á hinum 19 ára gamla Sadegh Barmaki sem var stunginn og brenndur lifandi. Daniel var ákærður ásamt fjórum öðrum mönnum og þann 3. júní var hann dæmdur til dauða fyrir aðild sína að morðinu. Tveir aðrir þeirra ákærðu voru einnig dæmdir til dauða en tveir voru dæmdir til fang­elsis­vistar.

Mannúðarsamtökin Amnesty International börðust fyrir réttindum piltsins.
Mannúðarsamtökin Amnesty International börðust fyrir réttindum piltsins. Amnesty International
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert