60.000 látnir á heimsvísu

Flutningur á sjúklingi í Frakklandi fyrr í dag.
Flutningur á sjúklingi í Frakklandi fyrr í dag. AFP

Alls hafa nú yfir 60.000 manns látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu. Af þeim létust 44.132 í Evrópu, að sögn fréttaveitunnar AFP, miðað við stöðuna klukkan hálftvö í dag. Enn hafa flestir látist á Ítalíu, tæplega 15.000, þar á eftir á Spáni, tæplega 12.000 og í Bandaríkjunum hafa ríflega 7.000 látist vegna veirunnar.

Alls hafa 290.219 greinst með veiruna í Bandaríkjunum og Kanada en 115.777 í Asíu. Þó skal fram tekið að talið er að hinar opinberu tölur séu einungis brot af raunverulegum fjölda smitaðra og látinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert