EasyJet aftur í loftið 15. júní

Flugvélar EasyJet.
Flugvélar EasyJet. AFP

EasyJet mun hefja flugferðir á nýjan leik 15. júní. Áhöfnin og farþegar þurfa að nota andlitsgrímur til að verjast kórónuveirunni.

Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að nokkrar flugleiðir verði farnar. Fer það allt eftir eftirspurn. Áætlað er að flogið verði innanlands í Bretlandi og Frakklandi til að byrja með.

Johan Lundgren, forstjóri EasyJet, sagði um flugferðirnar: „Þetta eru smá og vandlega skipulögð skref.“

Lággjaldaflugfélagið sagði í samtali við BBC að farnar verði 189 flugferðir á viku að meðaltali. Eina millilandaflugið frá Bretlandi verður á milli Gatwick-flugvallar og Nice í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert