Rússar nálgast lyf gegn veirunni

Unnið er hörðum höndum að því að finna lyf er …
Unnið er hörðum höndum að því að finna lyf er virkar gegn veirunni. AFP

Yfirvöld í Rússlandi staðfestu um helgina að nú sé unnið að því að framkvæma prófanir á nýju lyfi, Avifavir, er virka á sem lausn gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið er vinnur að prófunum er ChemRar Group en fyrstu vísbendingar benda til þess að umrætt lyf sýni góða virkni gegn veirunni. 

„Avifavir er fyrsta kórónuveirulyfið sem skráð er í Rússlandi sem virðist virka gegn veirunni. Fyrstu rannsóknir benda til þess að það virðist virka til að berjast gegn kórónuveirunni,“ kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Síðustu rannsóknir með lyfið voru settar af stað 21. maí sl. og eru enn í gangi. Alls eru 330 einstaklingar sem taka þátt í rannsókninni, en fram til þessa hafa niðurstöður bent til þess að lyfið virðist hafa öfluga virkni. Eru vonir bundnar við að Avifavir verði orðið aðgengilegt á spítölum í Rússlandi um miðjan júnímánuð. 

Að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu reyndust 65% viðkomandi sjúklinga neikvæðir fyrstu fjóra dagana eftir að lyfið var innbyrt. Þá voru rétt um 90% sjúklinga orðnir neikvæðir á degi 10. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert