Aurskriða hreif með sér átta hús í Noregi

Aurskriðan varð í Á Kråknesi skammt frá Alta í Norður-Noregi.
Aurskriðan varð í Á Kråknesi skammt frá Alta í Norður-Noregi. Kort/Google

Einum var bjargað eftir að aurskriða hrifsaði með sér átta hús á Kråknesi í Noregi síðdegis í gær. Skriðan var 650 metra breið og endaði í sjónum.

Tilkynning um skriðuna barst á fjórða í gær og lauk björgunaraðgerðum um klukkan sjö. Þá var búið að ganga úr skugga um að fleira fólk hefði ekki verið í húsunum, en um er að ræða sumarleyfishús og voru því fáir á svæðinu, að því er fram kemur á NRK.

Talið er að jarðvegurinn á svæðinu verði áfram óstöðugur næstu daga og vegir verða lokaðir fram eftir degi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert