Trump þakkar Íran

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði í kvöld Íran fyrir að leysa úr haldi fyrrverandi liðsmann bandaríska sjóhersins. Sagði hann þetta sýna að samningur væri mögulegur við landið.

Forsetinn sagðist hafa rætt símleiðis við Bandaríkjamanninn, Michael White, sem flaug í dag frá Íran til Zurich. Hann hafði verið í haldi í nærri tvö ár.

Bandaríkin leystu fyrr í vikunni tvo Írana úr haldi.

mbl.is