Biður fólk að hópast ekki saman

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bret­lands.
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bret­lands. AFP

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bret­lands, varar mótmælendur við því að slíkum fjöldafundum fylgi aukin hætti á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.

Mancock var gestur í morgunþætti á Sky News þar sem hann kvaðst styðja kröfur mótmælenda um aukið jafnrétti. Fjölmargir hafa komið saman í London til að mót­mæla dráp­inu á Geor­ge Floyd og til að sýna sam­stöðu gegn órétt­læti sem svart­ir mæta.

Hins vegar passi það illa við þær reglur sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins að svo margir komi saman, sagði Hancock.

„Ég bið fólk að koma ekki saman í stærri hópum en sex vegna faraldursins sem við verðum að ná tökum á,“ sagði Hancock.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert