65 af 94 með veiruna

Hinir smituðu sæta nú einangrun og hinir sem með þeim …
Hinir smituðu sæta nú einangrun og hinir sem með þeim voru sóttkví. AFP

Yfirvöld á Möltu segja að fleiri en tveir þriðju flóttamanna sem bjargað var af einum bát af strandgæslunni í Miðjarðarhafinu hafi verið smitaðir af kórónuveirunni.

Samkvæmt niðurstöðum sýnatöku sem framkvæmd var við komu flóttamannanna í land hafi 65 af þeim 94 sem í bátnum voru verið með kórónuveiruna. Beðið er eftir niðurstöðum vegna níu sýna til viðbótar.

Flóttamennirnir, sem taldir eru vera frá Erítreu, Marokkó og Súdan, eru taldir hafa verið á sjó í 30 klukkustundir þegar bátur þeirra fór að leka.

Hinir smituðu sæta nú einangrun og hinir sem með þeim voru sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert