Trump vill fresta kosningunum

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt til að forsetakosningunum í landinu sem á að halda í nóvember verði frestað vegna kórónuveirunnar.

„Fresta kosningunum þangað til fólk getur almennilega og örugglega kosið???“ spyr forsetinn í tísti sínu.

Þar heldur hann því fram að tilraunir til að tryggja örugga atkvæðagreiðslu í miðjum faraldrinum muni leiða til umfangsmikilla kosningasvika.

Trump hefur gengið illa í skoðanakönnunum undanfarið en þar hefur demókratinn Joe Biden haft töluvert forskot á hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina