Dieudonne aldrei aftur á Facebook

Facebook hefur lokað á Dieudonne það sem eftir lifir ævinnar.
Facebook hefur lokað á Dieudonne það sem eftir lifir ævinnar. AFP

Facebook hefur lokað síðu franska grínistans Dieudonnes en hann hefur verið dæmdur fyrir gyðingahatur á facebooksíðu sinni. Í tilkynningu frá Facebook kemur fram að bannið gildi einnig fyrir Instagram og það sé til frambúðar. 

Dieudonne hafi birt efni á síðunni þar sem hæðst er að fórnarlömbum helfararinnar. Í einhverjum tilvikum séu færslur hans á þann veg að gyðingum er líkt við skynlausar skepnur.

Dieudonne M'bala M'bala.
Dieudonne M'bala M'bala. AFP

Í tilkynningu frá Facebook kemur fram að þetta sé í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að loka á hættulega einstaklinga og samtök og því hafi Dieudonne M'Bala M'Bala verið settur í bann til frambúðar bæði á Facebook og Instagram. Ákvörðun um að loka á einstakling til frambúðar er alltaf tekin að vel athuguðu máli en þegar einstaklingar og samtök ráðast á aðra á grundvelli þess sem þeir eru eiga ekkert erindi á Facebook og Instagram. 

Google lokaði youtuberás Dieudonnes í júní af sömu ástæðu. Hann er með 1,3 milljónir fylgjenda á Facebook og um 400 þúsund á YouTube. 

Dieudonne M'bala M'bala hefur hlotið marga dóma fyrir rasisma og …
Dieudonne M'bala M'bala hefur hlotið marga dóma fyrir rasisma og gyðingahatur. AFP

Alþjóðleg samtök gegn rasisma og gyðingahatri, The International League Against Racism and Anti-Semitism, fagna ákvörðun samfélagsmiðlanna og segja að færslur Dieudonnes hafi haft alvarleg og skaðleg áhrif á ungt fólk.

Dieudonne hefur ítrekað verið dæmdur fyrir ummæli sín, bæði í Frakklandi og Belgíu. Ummæli sem andstæðingar hans segja rasisma en fylgjendur segja að hann hafi rétt til þess að segja hvað sem er á grundvelli tjáningarfrelsisins að því er fram kemur í frétt AFP-fréttastofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert