Fimm milljón tilfelli greinst

Svæði í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu sótthreinsað.
Svæði í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu sótthreinsað. AFP

Yfir fimm milljón tilfelli kórónuveirunnar hafa núna greinst í Rómönsku-Ameríku og í Karíbahafi, samkvæmt talningu AFP-fréttastofunnar.

Rúmlega helmingur tilfellanna hefur greinst í Brasilíu.

Alls hafa yfir 200 þúsund dauðsföll orðið á svæðinu af völdum veirunnar.

Um 2,75 milljónir smita hafa greinst í Brasilíu og þar hafa yfir 94 þúsund manns látist.

mbl.is