Slasaðist á sundi með hnúfubökum

Hnúfubakur sýnir listir sínar í Eyjafirði.
Hnúfubakur sýnir listir sínar í Eyjafirði. Ljósmynd/Sigurður Ægisson

Kona slasaðist alvarlega eftir að hafa synt með hnúfubökum á vesturströnd Ástralíu.

Konan, sem er 29 ára, var ásamt hópi ferðamanna á hinu vinsæla Ningaloo-rifi á laugardaginn þegar hún fékk högg og brákaði rifbein, auk þess að hljóta innvortis meiðsli.

Óstaðfestar fregnir herma að hún hafi verið föst á milli tveggja hnúfubaka, en þeir geta orðið 19 metra langir, að því er kemur fram í frétt BBC

Gert var að meiðslum hennar í bænum Exmouth áður en flogið var með hana á sjúkrahús í borginni Perth. Þar var ástand hennar metið alvarlegt en stöðugt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert