Alvarlegt lestarslys í Skotlandi

Kort/Bing

Lest fór út af sporinu í Aberdeenshire í Skotlandi í morgun. Neyðaraðilar hafa verið sendir á vettvang og fjöldi manns hafa verið fluttir á sjúkrahús. Sky-fréttastofan greinir frá málinu.

Enn er of snemmt til að greina um tildrög eða alvarleika slyssins, en Nicola Sturgeon, for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, hefur verið í sambandi við neyðaraðila og segir slysið mjög alvarlegt.

Lestin fór út af sporinu við smábæinn Stonehaven við austurströnd Skotlands, en víða hefur flætt yfir á svæðinu í kjölfar þrumuveðurs. Víða var lestarferðum aflýst og skólar lokaðir vegna veðursins.

Nicola Sturgeon segir slysið mjög alvarlegt
Nicola Sturgeon segir slysið mjög alvarlegt AFP
mbl.is