Létust þegar sprengja úr síðari heimsstyrjöld sprakk

Sprengingin varð í höfuðborginni Honiara.
Sprengingin varð í höfuðborginni Honiara. Ljósmynd/Facebook

Tveir karlmenn létust í sprengingu á Salómonseyjum þar sem þeir unnu fyrir hjálparsamtök sem aðstoða við að aftengja sprengjur frá því úr síðari heimsstyrjöld. 

Bretinn Stephen Atkinson og Ástralinn Trent Lee voru starfsmenn norskra hjálparsamtaka. Sprengingin varð á sunnudagskvöld í íbúðarhverfi í höfuðborginni Honiara. Þúsundir ósprengdra sprengna eru á víð og dreif á Salómonseyjum, sem var vígvöllur í Kyrrahafinu í síðari heimsstyrjöld. 

Hjálparsamtökin sem Atkinson og Lee unnu fyrir segja sprenginguna hafa verið „hræðilegt slys“. Fram kemur á BBC að ekki liggi fyrir hvað olli sprengingunni, en rannsókn á atvikinu hefur verið hafin. Hlutverk Atkinsons og Lees var að staðfesta staðsetningu ósprunginna sprengna við lögregluna á eyjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert