ESB samþykkir refsiaðgerðir gegn Rússum

Alexei Navalny (til vinstri) og Vladimir Pútín Rússlandsforseti á samsettri …
Alexei Navalny (til vinstri) og Vladimir Pútín Rússlandsforseti á samsettri mynd. AFP

Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins hafa ákveðið að samþykkja í meginatriðum tillögu Frakka og Þjóðverja um refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum vegna eitrunar sem Alexey Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, varð fyrir.

Þrír heimildarmenn AFP-fréttastofunnar sögðu að ráðherrarnir 27 hafi rætt saman í Lúxemborg og komist að samkomulagi um að hefja undirbúning aðgerða í samræmi við tillögurnar sem voru settar fram af Frökkum og Þjóðverjum í síðustu viku.

Þar kom fram að Rússar bæru ábyrgð á því að Navalní var byrlað taugaeitrið Novichok sem var þróað á tímum Sovétríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert