Staðan er grafalvarleg víða í Evrópu

Sóttvarnastofnun Evrópa varar við því að staðan í flestum ríkjum Evrópu sé grafalvarleg vegna fjölgun kórónuveirusmita í þeim. Öll ríki ESB fyrir utan Kýpur, Eistland, Finnland og Grikkland falli í þennan hóp. Fyrir mánuði voru ESB-ríkin aðeins sjö sem féllu inn í þennan hóp. 

Forsætisráðherra Spánar greindi frá því áðan að allt bendi til þess að yfir þrjár milljónir hafi smitast af Covid-19 í landinu. Opinberar tölur segja að alls séu smitin á árinu rúm ein milljón talsins. 

Framkvæmdastjóri stofnunarinnar, European Centre for Disease Prevention and Control's (ECDC), Andrea Ammon, segir að þessi áframhaldandi fjölgun nýrra Covid-19 smita sé stórkostleg ógn við heilbrigðiskerfi landanna. 

Staða farsóttarinnar í þessum ríkjum og áhrifin á heilbrigðisþjónustuna og mannfall er bersýnilega að aukast. Mörg samfélagssmit þýða að það verður sífellt erfiðara að vernda þá viðkvæmu í samfélögunum og óumflýjanlegt að fleiri þeirra munu veikjast alvarlega segir hún. 

Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að nýjum smitum hafi fjölgað jafnt og þétt frá því í ágúst og undanfarnar vikur hafi fjölgunin stigmagnast. Stofnunin mælir með því að gripið veðri til aðgerða eins og takmarkana á fjöldasamkomum, fjarlægðarmörk verði virt, áhersla lögð á handþvott og mælt með grímunotkun.  

Samkvæmt ECDC eru smitin rúmlega 5,5 milljón talsins aðildarríkjum stofnunarinnar en auk ríkjanna 27 sem eiga aðild að ESB eru Ísland, Noregur, Írland, Bretland og Liechtenstein meðal aðildarríkja. Í þessum löndum eru staðfest dauðsföll vegna Covid-19 nú tæplega 206 þúsund talsins. 

Samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu eru eftirtalin sex lönd með flest smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga. Athygli vekur að Ísland er ekki lengur á lista með þeim ríkjum sem eru með flest smit á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt lista stofnunarinnar er Ísland með 280,4 smit á hverja 100 þúsund íbúa en stofnunin telur bæði innanlands sem og landamærasmit inni í þeirri tölu.

  1. Tékkland 1.148,5. 
  2. Belgía 1.019,8.
  3. Holland 616,1.
  4. Lúxemborg 507,3.
  5. Frakkland 488,6.
  6. Slóvenía 487,3.
  7. Liechtenstein 396,1.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert