Há sekt fyrir partí

AFP

Íbúa í Manchester hefur verið gert að greiða 10 þúsund pund, sem svarar til rúmlega 1,8 milljóna króna, í sekt fyrir að halda partí þar sem gestirnir voru fleiri en 50.

Samkomur innanhúss eru bannaðar í borginni vegna fjölgunar Covid-19-smita. Að sögn lögreglu var skipuleggjandi veislunnar sektaður en lögreglan kom á heimilið þar sem veislan var. Þar hafði verið komið fyrir plötusnúðagræjum, stórum hátölurum og boðið upp á hlaðborð.

BBC hefur eftir lögreglunni í Manchester að hún hafi gefið út 52 sektir síðan sóttvarnareglur voru hertar í borginni fyrir rúmri viku.

 
mbl.is