Lil Wayne fundaði með forsetanum

Fundurinn gekk vel.
Fundurinn gekk vel. Ljósmynd/Twitter-síða Lil Wayne

Bandaríski rapparinn Lil Wayne fundaði með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump í gær. Rapparinn greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í gær. Efni fundarins  var staða og tækifæri dökkra einstaklinga í Bandaríkjunum. 

Í færslunni segir Lil Wayne að fundurinn hafi gengið vel, en þar ræddu þeir meðal annars stefnumál sem hjálpa eiga dökkum Bandaríkjamönnum. Meðal þess sem var á dagskrá fundarins var svokallað Platínum-plan (e. platinum plan). 

Barist um atkvæði

Umrætt plan er eitt af kosningaloforðum forsetans, en það gengur í einföldu máli út á að veita öllum dökkum einstaklingum möguleikann á því að lifa „ameríska drauminn“. Þannig eru vonir bundnar við að hægt verði að skapa allt að þrjár milljónir starfa fyrir framangreindan hóp. 

Skammt er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum, en þær fara fram á þriðjudag í næstu viku. Trump og keppinautur hans, Joe Biden, berjast nú um atkvæðin en dökkir Bandaríkjamenn kunna að ráða miklu um úrslit kosninganna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert