Danir slátra milljónum minka vegna smits

Minkar í Gjol í norðurhluta Danmerkur.
Minkar í Gjol í norðurhluta Danmerkur. AFP

Danir, sem eru stærstu framleiðendur minkaskinns í heiminum, ætla að slátra öllum minkum í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist á minkabúi og smitaðist til fólks.

Stökkbreytingin „gæti haft þá áhættu í för með sér að bóluefni [gegn kórónuveirunni] virki ekki eins og þau ættu að gera,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á rafrænum blaðamannafundi. „Það er nauðsynlegt að slátra öllum minkunum.“

Danska lögreglan telur að slátra þurfi á bilinu 15 til 17 milljónum minka.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greinir frá tíðindunum.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greinir frá tíðindunum. AFP
mbl.is