Andrew Giuliani með kórónuveiruna

Andrew Giuliani.
Andrew Giuliani.

Andrew Giuliani, ráðgjafi Hvíta hússins, hefur greinst með kórónuveiruna. Andrew er sonur einkalögmanns Bandaríkjaforseta, Rudys Giulianis, en hann hefur starfað í Hvíta húsinu frá árinu 2017. 

Í tilkynningu frá Andrew á Twitter kemur fram að hann sé með væg einkenni. „Ég er með væg einkenni og fylgi öllum helstu sótt­varn­a­regl­um. Þá mun ég vera í einangrun og taka þátt í rakningu.“

Andrew var meðal gesta á blaðafundi Rudys Giulianis á fimmtudag, en þar greindi sá síðarnefndi frá áætlunum Hvíta hússins er varðar nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Að fundinum loknum ræddust feðgarnir við, grímulausir. 

Jenna Ellis, einn lögmanna Trumps, var sömuleiðis viðstödd fund Giulianis á fimmtudag, en hún hefur greinst neikvæð fyrir veirunni. Þá staðfesti hún að Rudy Giuliani hefði sömuleiðis greinst neikvæður. 

mbl.is