Lögregluþjónn fái skilorðsbundinn dóm

Foreldra Mawda Shawri í ágúst síðastliðnum.
Foreldra Mawda Shawri í ágúst síðastliðnum. AFP

Belgískir saksóknarar óskuðu eftir því við dómara í morgun að lögregluþjónn sem skaut tveggja ára kúrdíska stúlku til bana fái eins árs skilorðsbundinn dóm.

Victor-Manuel Jacinto Goncalves, 48 ára, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hafið skothríð á flutningabíl með flótta- og farandfólki um borð. Hann sagði að hann hefði aldrei skotið á faratækið ef hann hefði vitað að fólkið væri þar um borð.

Hann gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir slíka ákæru.

Litið hefur verið á dauða Mawda árið 2018 sem táknrænan í baráttu mannréttindahópa gegn því sem þeir álíta ómannúðlega meðferð belgískra stjórnvalda á óskráðu flótta- og farandfólki.

mbl.is