Átök brjótast út að nýju í Nagornó-Karabak

Friðarsamkomulag milli Asera og Armena um umdeilda héraðið Nagornó-Karabak virðist út í sandinn runnið eftir að armenskir aðskilnaðarsinnar í héraðinu tilkynntu að þrír hermenn hafi særst í átökum við aserskar hersveitir.

Í tilkynningu frá Armenum segir að Aserar hafi gert atlögu að hermönnum armenska hersins í gær með fyrrgreindum afleiðingum. Hermennirnir hafa nú fengið aðhlynningu á sjúkrahúsi og rannsókn um málið er farin af stað

Átök Armena og Asera um Nagornó-Karabak stóð yfir í sex vikur frá í september og þar til Rússar höfðu milligöngu um friðarumleitanir. Um 5.000 manns létust í átökunum, bæði Armenar og Aserar, hermenn og óbreyttir borgarar. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kemur til átaka um héraðið en það gerðist strax og Aserar og Armenar lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum sálugu í upphafi tíunda áratugarins. Allt frá því að friðarsamkomulag var undirritað snemma í nóvember hefur þótt ljóst að aðeins sé um vopnahlé að ræða, aðeins væri tímaspursmál um hvenær átök myndu brjótast út að nýju.

Ónýtur og yfirgefinn armenskur skriðdreki í héraðinu Nagornó-Karabak. Armenar töpuðu …
Ónýtur og yfirgefinn armenskur skriðdreki í héraðinu Nagornó-Karabak. Armenar töpuðu fyrir Aserum nýafstöðnu stríði um yfirráð yfir héraðinu og nú virðist sem Asera hungri í meira. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert