Milljónir býflugna verði teknar og brenndar

Býflugur eru gríðarlega mikilvægar umhverfinu og náttúrunni.
Býflugur eru gríðarlega mikilvægar umhverfinu og náttúrunni. AP

Breskur býflugnabóndi, sem reynir að flytja inn 15 milljónir býflugna frá Ítalíu, bíður nú áhyggjufullur eftir ákvörðun yfirvalda um það hvort lagt verði hald á býflugurnar hans á landamærum Bretlands og þær brenndar vegna reglna sem tóku gildi eftir Brexit.

Býflugnabóndinn, Patrick Murfet, ætlaði að flytja inn nýfæddar býflugur að utan til að rækta á vegum fyrirtæki síns, Bee Equipment, og hjálpa breskum bændum að fræva mikilvægar nytjaplöntur, segir í frétt Independent.

En eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu tóku gildi lög sem banna innflutning á ákveðnum tegundum býflugna. Síðan 1. janúar á þessu hefur einungis verið heimilt að flytja inn drottningarbýflugur. Það ríkir hins vegar óvissa um það hvort hægt sé að flytja inn fleiri tegundir til Bretlands ef þær koma gegnum Norður-Írland.

Býflugnabóndinn, Patrick Murfet, ætlaði að flytja inn nýfæddar býflugur að …
Býflugnabóndinn, Patrick Murfet, ætlaði að flytja inn nýfæddar býflugur að utan til að rækta. AP

Ævintýralega heimskulegt

Murfet hafði varann á og pantaði býflugurnar með góðum fyrirvara svo að þær komust örugglega í gegnum toll en hann hefur nú verið varaður við af yfirvöldum að hugsanlega verði lagt hald á sendinguna og hún brennd ef hann reynir að koma henni yfir landamærin.

„Ég hef ástríðu fyrir starfi mínu, hef sinnt því í 20 ár. Þetta er ævintýralega heimskuleg staða sem er komin upp,“ sagði Murfet sem hefur kallað opinberlega eftir því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hjálpi til við að gera bragarbót á stöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert