Herforingjastjórnin láti af ofbeldi

Hermenn fylgjast með mótmælendum í Mjanmar.
Hermenn fylgjast með mótmælendum í Mjanmar. AFP

Ant­onio Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, hvetur herforingjastjórnina í Mjanmar til að láta fanga lausa og láta af kúgun almennra borgara.

„Ég hvet herforingjastjórnina til að binda enda á ofbeldið í landinu,“ kom fram í máli Guterres í myndskeiði.

„Virðið mannréttindi og vilja fólks sem það lét í ljós í kosningum,“ bætti Guterres við.

Tug­ir þúsunda manna hafa safn­ast sam­an víðs veg­ar um Mjan­mar um helgina en þrír mótmælendanna hafa verið skotn­ir til bana.

Síðan her­inn í Mjan­mar framdi vald­arán 1. fe­brú­ar og hand­tók Aung San Suu Kyi, sem áður var leiðtogi lands­ins, hafa mik­il mót­mæli farið fram á göt­um úti.

Antonio Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert