Mikil mótmæli þrátt fyrir hótanir

Mótmælendur í Mjanmar.
Mótmælendur í Mjanmar. AFP

Tugir þúsunda manna hafa safnast saman víðs vegar um Mjanmar til að mótmæla valdaráninu í landinu þrátt fyrir að herforingjastjórnin hafi hótað því að beita hörðu til að koma í veg fyrir það sem hún kallaði „stjórnleysi“.

Varaði hún við banvænum afleiðingum andófs gegn stjórnvöldum. 

Þrír mótmælendur voru skotnir til bana um helgina og í gær var ung kona jörðuð eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælunum.

AFP

Síðan herinn í Mjanmar framdi valdarán 1. febrúar og handtók Aung San Suu Kyi, sem áður var leiðtogi landsins, hafa mikil mótmæli farið fram á götum úti.

„Mótmælendur eru farnir að hvetja fólk, sérstaklega áhrifagjarna unglinga og ungt fólk, til þess að feta slóð þar sem þau gætu dáið,“ sagði í yfirlýsingu herforingjastjórnarinnar.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert