Íhugar framboð 2024

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði stuðningsmönnum sínum í gær að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til embættis forseta að nýju árið 2024. Hann ætlaði sér ekki að stofna nýjan flokk heldur yrði hann áfram í Repúblikanaflokknum. 

Þetta er fyrsta skipti sem hann kemur fram opinberlega frá því hann lét af embætti 20. janúar. Í ræðunni hélt hann fram svipuðum fullyrðingum og venjulega. Svo sem að hann hefði sigrað kosningarnar ekki Joe Biden og gagnrýndi þá repúblikana sem greiddu atkvæði með ákærunni á hendur honum. 

Lítið hefur farið fyrir Trump að undanförnu en hann býr á eign sinni Mar-a-Lago í Flórída. Fundurinn í gær var haldinn í Orlando. 

mbl.is