Embættismenn hissa á twerk-dansi

Fáklæddir dansarar stigu á stokk við lítinn fögnuð.
Fáklæddir dansarar stigu á stokk við lítinn fögnuð. Skjáskot/Facebook

Nokkuð vandræðaleg stemning myndaðist þegar konunglegi sjóherinn í Ástralíu vígði nýtt flotaskip fyrir augum ráðamanna í gær.

Ekki var það skipið sem vakti skiptar skoðanir heldur fáklæddir dansarar sem fengnir voru til að stíga á stokk við vígsluna – gekk einn þingmaður svo langt að kalla sýninguna algjöran sirkus (e. shitshow).

Öflugur sjóher skipti mestu máli

Ástralski miðillinn ABC Sydney ræddi við annan þingmann og fyrrum hermanninn Philip Thompson um atvikið. Lagið hann áherslu á að mestu máli skipti að hafa öflugan sjóher, dansararnir væru aukaatriði. Þó hafði hann þetta að segja:

„Embættismenn, alþingismenn og herforingjar eru hér viðstaddir og þá finnst mér twerk-dans (e. twerking) ekki viðeigandi.“

Dansararnir stóðu sig með eindæmum vel en sitt má hverjum sýnast um hvort staður og stund hafi verið við hæfi:

mbl.is