Furðulegt „dýr“ fast uppi í tré

Súkkulaði-croissant.
Súkkulaði-croissant.

Dýraverndunarsamtök í pólsku borginni Kraká vissu ekki hvað biði þeirra þegar tilkynning barst um óvenjulegt dýr sem hefði komið sér fyrir á trjágrein í borginni.

„Fólk þorir ekki að opna glugga en það óttast að dýrið fari inn til þeirra,“ sagði kona í borginni, að því er fram kemur í frétt BBC.

Þegar starfsfólk samtakanna mætti á staðinn kom í ljós að ekki var um dýr að ræða heldur var þetta croissant uppi í tré. 

„Dýrið“ hafði að sögn þess sem hringdi til að losa það verið fast í trénu í tvo daga.

Dýraverndunarsamtökin höfðu gaman af og sögðu að fólk ætti að halda áfram að hafa samband ef það grunaði að dýr væri í vanda statt.

mbl.is