Lokuðu einni af stærstu barnaníðssíðum heims

AFP

Þýska lögreglan greindi í dag frá því að hún hefði lokað einni stærstu barnaníðssíðu heims á huldunetinu (darknet). Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu en þær hafa staðið yfir síðan um miðjan apríl.

Að sögn lögreglu nefnist síðan „Boystown“ og hefur verið til síðan árið 2019. Félagsmenn eru yfir 400 þúsund talsins en síðan var sett upp til þess að auðvelda mönnum víðs vegar um heiminn að skiptast á myndefni þar sem níðst er á börnum kynferðislega.

Samkvæmt tilkynningu frá Europol voru þrír handteknir í Þýskalandi og einn í Paragvæ. Auk þýsku lögreglunnar og Europol  tók lögreglan í Svíþjóð, Hollandi, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum þátt í aðgerðunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert