Börn meðal látinna

Að minnsta kosti 23 létust og 65 slösuðust þegar lestarbrú hrundi í Mexíkóborg í gærkvöldi. Lest var á brúnni þegar hún hrundi með þeim afleiðingum að lestarvagnar féllu á fjölfarna götu fyrir neðan brúna. Börn eru meðal látinna en enn er verið að leita að fólki í rústunum. 

Skelfilegar myndir hafa borist af því þegar brúin á Olivos-lestarstöðinni hrynur með þessum afleiðingum. 

Borgarstjórinn í Mexíkóborg, Claudia Sheinbaum, segir að ástæða slyssins sé til rannsóknar en allt bendi til þess að burðarbiti hafi gefið sig á brúnni. Ein manneskja sem sat föst í bifreið sem varð undir lestarvagni hefur verið bjargað á lífi og flutt á sjúkrahús. Sjö þeirra slösuðu eru alvarlega slasaðir. 

Íbúar í nágrenni lestarstöðvarinnar höfðu bent á að brestir væri í brúnni eftir að harður jarðskjálfti reið yfir borgina árið 2017. Dagblaðið El Universal segir að yfirvöld hafi farið í endurbætur á brúnni í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert