20 ára dómur staðfestur yfir diplómat

Æðsti leiðtogi Írans, Ali Khamenei.
Æðsti leiðtogi Írans, Ali Khamenei. AFP

Dómur yfir írönskum sendier­ind­reka var staðfestur í Belgíu í dag en hann var dæmd­ur í 20 ára fang­elsi fyr­ir að und­ir­búa sprengju­til­ræði í út­hverfi Par­ís­ar árið 2018. Dómurinn féll í febrúar og þar sem málinu var ekki áfrýjað áður en frestur til þess rann út var hann staðfestur í dag.

Assa­dollah Assa­di, sem er 49 gam­all, var í sendi­nefnd Írans í Aust­ur­ríki þegar hann út­vegaði sprengi­efni sem nota átti við árás­ina. Hann var hand­tek­inn í Þýskalandi í júlí 2018 eft­ir að komið var í veg fyr­ir árás­ina.

Þrír vitorðsmenn hans voru dæmd­ir í 15 til 18 ára fang­elsi fyr­ir aðild að árás­inni og all­ir svipt­ir belg­ísk­um rík­is­borg­ara­rétti en þeir voru all­ir með tvö­falt rík­is­fang.

Til stóð að gera árás á fund í Villep­in­te, skammt fyr­ir utan Par­ís, 30. júní 2018 en þar komu sam­an hátt­sett­ir ein­stak­ling­ar Þjóðarand­spyrnuráðs Írans (NCRI) sem eru í út­legð og stuðnings­menn NCRI. Þeirra á meðal Rudy Giuli­ani sem í dag er þekkt­ast­ur fyr­ir störf sín í þágu Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. 

Assa­di var dæmd­ur fyr­ir til­raun til mann­dráps í með hryðju­verki og aðild að hryðju­verka­sam­tök­um. Hjón­in Nasi­meh Na­ami og Amir Saadouni, sem tóku við sprengi­efn­inu frá Assa­di voru dæmt í 18 og 15 ára fang­elsi. Ljóðskáldið Mehrdad Aref­ani var dæmd­ur í 17 ára fang­elsi en hann und­ir­bjó árás­ina með Assa­di.

Belg­íska lög­regl­an stöðvaði för bif­reiðar hjón­anna sama dag og gera átti árás­ina en þau voru með sprengj­una í bíln­um. Frönsk yf­ir­völd hafa sakað ír­önsk yf­ir­völd að hafa staðið á bak við til­ræðið en þau neita því.

NCRI er póli­tísk­ur arm­ur Muja­hedeen-e-Khalq (MEK) en MEK stóð með Ru­hollah Khomeini æðstaklerki í bylt­ing­unni 1979 en fljót­lega eft­ir vald­aránið féllu sam­tök­in í ónáð nýrra yf­ir­valda. MEK stóð með Írak í stríði Íraks og Íran á ní­unda ára­tugn­um og voru þúsund­ir fé­laga sam­tak­anna tekn­ir af lífi þegar yf­ir­völd í Íran gerðu at­lögu að fé­lög­um MEK.

Bar­átta sam­tak­anna fer nú fram er­lend­is og telja þau sig vera helsta stjórn­ar­and­stæðing lands­ins. Sam­tök­in eru af mörg­um álit­in hryðju­verka­sam­tök. 

Að sögn talsmanns dómstólasýslunnar áfrýjuðu lögmenn hinna þriggja niðurstöðunni. Írönsk yfirvöld hafa mótmælt dómi yfir Assadi. Nokkrum dögum eftir að dómurinn féll var sendiherra Belgíu í Teheran kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu þar sem stjórnvöld komu skoðun sinni á framfæri. 

Í frétt AFP-fréttastofunnar kemur fram að jafnvel er búist við því að írönsk stjórnvöld reyni að fá Assadi lausan með því að handtaka fleiri evrópska ríkisborgara í Íran. Einn þeirra sem þar er í haldi, Ahmadreza Djalali, sem er sænsk-íranskur, gestaprófessor við belgíska háskólann VUB, var dæmdur til dauða fyrir njósnir árið 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert