Tæpir 13 milljarðar fyrir málverk Picasso

Umrætt málverk eftir Picasso.
Umrætt málverk eftir Picasso. AFP

Málverkið „Kona situr við glugga (Marie-Therese)“ eftir Pablo Picasso seldist fyrir 103,4 milljónir bandaríkjadala, eða tæpa 13 milljarða króna, hjá uppboðshaldaranum Christie´s í New York.

Málverkið, sem er frá árinu 1932, seldist eftir 19 mínútna uppboð fyrir 90 milljónir dala, sem hækkaði upp í 103,4 milljónir þegar bætt hafði verið við gjöldum og umboðslaunum.

Christie´s sagðist hafa búist við því að málverkið færi á 55 milljónir dala. Það var aðili frá Kaliforníu sem keypti verkið í gegnum netið.

Þar með hafa fimm verk eftir spænska málarann Picasso, sem lést árið 1973, farið á yfir 100 milljónir dala.

mbl.is